Hæ.. ég bý í danmörku og er að flytja til íslands í lok september í íbúð í reykjavík.. mig langar kött en stjúpbróðir minn er með ofnæmi.. það lýsir sér þannig að hann verður rauður í augunum og klæjar.. hann kemur í heimsókn svona einu sinni í viku.. hann segir að hann sé ekki með ofnæmi fyrir síamsköttum þannig að ég væri mjög mikið til í þannig.. síðan hef ég heyrt að hvítir kettir eru minna ofnæmisvaldandi en dökkir.. og snögghærðir..og að líka ef að maður ryksugi áður en hann kemur og bannar kettinum að fara inní hans herbergi.. er einhver með tillögu hvernig kött ég gæti fengið mér?
Ég væri til í að vita hvort einhver sé með síamskettling sem ég gæti keypt/fengið gefins?