Hæ, Kötturinn minn hefur ekki sést síðan á sunnudag. Hann er bröndóttur fress sem heitir Skúli. Hann er frekar stór, dálítið loðinn og andlitið er frekar flatt (Hann er hálfur persi). Hann er með brúna ól um hálsinn. Hann á það til að laumast inn um kjallaraglugga og gæti hafa lokast inni í þvottahúsi eða geymslu einhvers staðar.
Ef þú býrð í miðbænum á nágrenni Njálsgötu þá væri vel þegið ef þú myndir láta mig vita ef þú hefur séð kött sem passar við þessa lýsingu. Hann kemur vanalega heim til sín á kvöldin, og hefur aldrei verið meira en 2 nætur í burtu, þannig að mig grunar að annað hvort sé hann í heimsókn einhvers staðar þar sem hann fær mat, eða hafi lokast inni einhvers staðar. Síminn er 862-7392.