Ég er í mjög miklum vanda með kettlinginn minn. Hún mígur út um allt í íbúðinni. Hún fæddist í kringum hvítasunnuna og er búin að vera hjá okkur 1½-2 mánuði. Við höfum reynt sprey og nudda henni uppúr hlandinu, setja vont bragð uppí hana og spreyja kattarfæluni framan í hana en ekkert virkar. Alltaf þegar húner búin að míga á þar sem hún á ekki að míga verður hún hrædd við okkur og veit að hún á ekki von á góðu. Við höfum líka skipt um kattarsand en það virkaði ekki heldur. Það virðis sem hún mígi í mótmælaskyni við að við séum að fara og skilja hana eftir eða að mamma hennar, sem býr á neðri hæðinni og kemur í heimsókn, sé farin. HVAÐ Á ÉG AÐ GERA!!!!!!!!!!!??????????????