Ég sver að þetta er satt, ég er ekki að gera grín að þeim sem skrifaði korkinn um hnerrandi köttinn sinn.

Þannig er að kötturinn minn prumpar ótrúlega mikið. Hann gerir það í hvert skipti sem hann stekkur, þegar maður tekur hann upp og þegar hann leggst út af og er að fara að sofa. Það er ekki gaman þegar hann hoppar malandi upp í fangið á manni og maður verður að hlaupa burt því fýlan er svo mikil :( (hann móðgast líka við það…).

Er EITTHVAÐ hægt að gera við þessu? Ég vil ekki kenna fæðinu um, því hinn kötturinn okkar borðar sama mat og á ekki við þetta vandamál að stríða. Svo erum við líka búin að hafa þá á sama fæðinu í nokkuð langan tíma, og þetta prumpuvandamál er frekar nýlegt.
Ef einhver er með lausn, má hann endilega gefa mér hana…
Að sigra heiminn er eins og að spila á spil