Góðan dag!

Þannig er málið að ég keypti nýlega íbúð, og fólkið sem ég keypti af var með kött. Þau fluttu hins vegar ekki langt, innan við kílómeter í burtu en kötturinn þeirra virðist ekki hafa flutt með þeim!
Hann kemur inn til mín flestar nætur og tekur stundum með sér gesti sem finnst gaman að slást og hvæsa.

Semsagt ég er að verða geðbilaður á að vakna á hverri helvxxxx nóttu og datt í hug að spyrja ykkur ráða hvað gæti haldið kettinum úti. Notabene ég er ekki að fara að loka öllum gluggum hér á nóttinni.

Með ósk um góð ráð,

Guðmundur S.<br><br><b>ÞETTA!</b> er undirskrift!