Ég kem reglulega í heimsókn og þar er einn köttur sem vill eigilega aldrei leyfa mér að klappa sér eða neitt þannig. Ef ég næ að strjúka henni smá þá fer hún alltaf í burtu og fer að þvo sér. Einstaka sinnum er hún kjurr en þá mjög stutt og alltaf fer hún í þennan þvott þegar hún fer í burt. Ég passa þennan kött í 2 til 3 vikur á ári og gef henni að borða og drekka. Samt er eins og hún líti alltaf á mig sem einhvern óvin. Dettur einhverjum af í hug af hverju hún er svona afundin og sérstaklega er ég forvitinn af hverju hún þvær sér alltaf þegar ég snerti hana.