Ég ætla aðeins að biðja um hjálp með aðra kisuna mína , hann Gústa. Núna er hann alltaf inni í þvottahúsiog býr þar og má allsekki koma inn í íbúðina .

Ástæðan fyrir þessu er að gústi kisa pissar út um allt samt bara á mjúka staði t.d : sófan , öll rúm í íbúðinni nema tvö ,sængur kodda og fl. og ég er bara algjörlega ráðalaus.

Við höfum lengi verið að spá í því að láta hann fara og um síðustu helgi meig hann aftur og þá átti hann sko að fara en
þá föttuðum við að enginn vill taka við mígandi köttumog við elskum hann Gústa og viljum ekki svæfa hann.Getur einhver gefið mér ráð?