góðann daginn!
ég er með 3 og 1/2 mánaða gamla læðu, hún er mjög þrifin og hefur aldrei gert þarfir sínar annars staðar en í kattaklósettið sem henni er ætlað, hinsvegar lá ég uppi í rúminu mínu í morgun, kemur hún ekki hlaupandi, stekkur uppí, horfir smá á mig, snýr sér við og mígur svo í sængina mína, og það var ekkert smá heldur meig hún og meig sama hvað ég horfði illt á hana og skammaði hana með ákveðinni röddu, hún bara lét eins og þetta væri 100% eðlilegt!
það sem mig langar að vita er hvað sé að gerast með hana, er þetta eitthvað skeið sem hún er að ganga í gegnum eða hvað?
eins og ég sagði hefur ekkert svona komið fyrir áður og er ég ansi áhyggjufull um að þetta sé einhver nýr siður hjá þessari elsku!!