Ég á kött sem heitir Tumi Þumall og er 14 ára, enn ekki láta aldurinn fíflast með ykkur, hann getur ennþá slegið frá sér :Þ
Hann hefur gengið í gegnum 2 flutninga á seinustu 4 árum, sem hefur verið mjög erfitt fyrir hann. Þegar við fluttum í blokk þá var ráðið að láta systir mína fá hann, það gekk svona ágætlega fyrstu 2 daganna enn síðan sást það á honum að hann væri ekkert ánægður þar útaf kettinum sem systir mín á, og á endanum strauk hann. Enn eftir 3 daga fannst hann mjálmandi fyrir framan útidyrahurðina á gamla húsinu okkar, hann hafði ratað nokkra kílómetra að gamla húsinu. Svona gékk þetta í mánuð, hann fór, við náðum í hann, hann át og svaf, og síðan fór hann aftur. Það endaði með því að ég lét hann vera hjá mér í kjallaraherbergi í blokkinni þótt það sé bannað hafa dýr í blokkinni. Hann var svolítið ráðvilltur fyrsta daginn enn lét sig hafa það og er enn hjá mér. Enn núna er komið að því að flytja aftur, mamma og pabbi eru fráskilinn þannig að pabbi seldi blokkaríbúðina og ég fer þá til systur minnar. Pabbi og systir mín eru búinn að tala um að láta svæfa Tuma, að það sé komin hans tími enn ég er náttúrulega ósáttur með það. Hann er ennþá frískur og leikur sér ennþá, það sést ekki á honum að aldurinn sé að fara með hann. Systir mín samþykkti það að prófa aftur að hafa hann hjá sér og það gekk ekki. Svo reyndi ég að gista hjá henni og athuga hvort hann vildi vera þá, enn það gekk ekki. Síðan athugaði ég um aðra staði hvort einhver vildi 14 ára knúsíbollu enn ekkert svar. Spurningin er hvort ég eiga að svæfa hann og ef ég myndi gera það þá myndi ég ekki taka þátt í því og ég get alveg viðurkennt það að ég hef grátið bara um tilhugsunina um svæfinguna. Ég veit það að ég heyrist sem einhver gaur sem á ekkert líf og enga vini og hef sett Tuma á einhver stóran stall, enn félagslífið hjá mér er gott og ég veit ekki hvernig það verður þegar Tumi fer. Ef maður hefur átt kött í 14 ár verið mjög góður vinur minn og alles, þá gerir það meira erfitt að láta hann frá sér. Endilega ef þið hafið ráð eða hafið lent í þessu sama komið þá með það.<br><br>Fear The Yank Mæstah

[I'm]Yankee
WARNING: Using Illegal Copies Of This Text May Result In Abnormal Behavior.