Við eigum lítinn kettling, held að hann sé 15-20 vikna gamall, og hann virðist halda að það sé einhver leikur að naga á manni. Ef maður klappar honum eða eitthvað svoleiðis þá einfaldlega bítur hann mann. Hann bítur ekki mjög fast en þetta er nógu fast til að græta litlu systkini mín. Veit einhver leið til að venja hann af þessu sem allra fyrst eða þarf bara að láta svæfa hann?