Ég hef stundum vellt því fyrir mér afhverju þeir sem eru að gefa kettlinga beri ekki skylda til að bólusetja þá fyrir afhendingu.

Ef svo væri fengju þeir sem sækjast eftir kettlingum dýr sem búið væri að læknisskoða og alla vegana gefa fyrstu bólusetn.

Nýr eigandi greiddi þá fyrir kostn. sem nokkurs konar uppihald. Flestir dýralæknar hafa samsinnt þessu en enn vantar lög sem gera þetta skylt.

Hreinræktaðir kettlingar verða að vera bólusettir fyrir afhendingu - því ekki líka húskettir ??

Ég hef látið got með þessum hætti undan húskattarlæðu og reyndist það bara ganga vel. Fólk sem kom til mín borgaði 5000 kr. fyrir kettlingin sem var bólusetn. og uppihald meðan þeir voru hjá móður. Þeir sem ekki höfðu áhuga á að “kaupa” kettling voru að mínu mati síður ábyrgir eigendur.

Fæstir sem skoðuðu hjá mér fundu að þessu fyrirkomulagi og voru ef eitthvað fegnir að búið væri að bólusetja.

<br><br>EdalLogi
www.i-love-cats.com/meow/nfo
Skógarkettir.tk