Vildi bara kynna ykkur fyrir öðrum af kisunum mínum, honum Gormi sem myndin er af á kattasíðunni. Hann er þrigga ára gamall, blanda af heimilisketti og norskum skógarketti. Skottið á honum er alveg hnausþykkt, næstum eins og á ref. Við þurfum að bursta feldinn hans af og til, en það finnst honum drepleiðinlegt og reynir að bíta í burstann.
Þegar ég fer framúr á morgnana er Gormur snöggur að koma og heilsa mér. Þá vefur hann sér um lappirnar á mér og mjálmar þegar ég er að labba fram og hefur oft nærri tekist að fella mig. Hann meinar samt vel greyið….
Gormur minn er ægileg skræfa þegar hann er úti og frekar hræddur við ókunnuga. Þegar maður er annars einu sinni búinn að ná að klappa honum getur verið erfitt að losna við hann. Þá ýtir hann fast á móti þegar maður klappar honum um hausinn og malar eins og keðjusög. Stundum æsist hann svo upp þegar maður klappar honum að ég neyðist til að “hengja” hann á klórustaurinn svo hann geti “klórað sig niður” á honum. Þá verður hann aftur rólegur og vill láta byrja að klappa sér upp á nýtt :)

Svona er Gormur í dag<br><br><i>Making Christmas, making Christmas, it's so fine.
It's ours this time and won't the children be surprised.
It's ours this time!</i>

Úr <font color=“red”>The Nightmare before Christmas</font
Að sigra heiminn er eins og að spila á spil