Sæl öll

Ég er með um eins árs gamla læðu sem virðist vera eitthvað veik greyið. Hún hefur alltaf verið svo létt í lund og fjörug, en samt rosalega kelin og þá sérstaklega fannst henni gott að láta klappa sér á kollinn.

En eitthvað er að núna, því ekki nóg með að fjörið sé allt í einu farið og að hún sé ekki eins æst í að láta klappa sér, heldur ældi hún slatta í gær og í nótt. Ég hélt að hún hefði bara étið eitthvað sem hefði farið svona í hana en þetta var ekki allt. Í nótt þegar ég fór svo að sofa þá kom hún voðalega lítil í sér og lagðist á koddann við hliðina á mér. Ég slökkti ljósin og var svo eitthvað að klappa henni þegar ég finn mikla bleytu í kringum hana. Ég kveikti ljósin aftur og þá var stór pollur á koddanum, örugglega 15x15cm að stærð. Ég hélt fyrst að þetta væri piss, að hún hefði óvart misst þetta, en þegar ég fór að skoða hana þá var hún blaut í kringum munninn og á hálsinum.

Þetta er s.s slef. Eins og ofmyndun munnvatns í henni. Hún liggur hérna hjá mér og það eru dropar á vörunum á henni, loppum og á bringu. Ásamt því að sængin er blaut. Þegar hún hnerrar þá eru dropar út um allt. Hvers vegna er þetta?

Hvað er að?! Kannast einhver við svona? Henni greinilega líður illa því ég hef aldrei séð hana svona áður.

Vonandi getur einhver gefið mér svör því þetta veldur mér áhyggjum.<br><br><b>“You too will come to understand fear, as I have”</b>
<i>-Pious Augustus-</i>

<font color=“#FF0000”><a href=“mailto:arnarfb@mmedia.is”>E-mail</a> | <a href="http://kasmir.hugi.is/jonkorn“>Kasmír síðan!</a> | <a href=”http://www.cardomain.com/id/jonkorn"> Cardomain síðan!</a></font
Þetta er undirskrift