Sælir Hugarar !!!!

Ég á í vandræðum með aðra kisuna mína, það er þannig málið að við eigum tvo ketti (tvær læður) sú eldri verður 10 ára á næsta ári en sú yngri er rúmlega tveggja ára. Sú eldri hefur alltaf verið hálfgerð gúnga greiið en mjög blíð og góð við okkur fjölskyldumeðlimina og okkur þykir verulega vænt um hana,og hún er búin að vera partur af fjölskyldunni svo lengi, en það er svo mikið flökku eðli í henni í fyrstu var þetta bara á sumrin þá var hún að heiman 1-3 sólarhringa þegar hún var yngri þ.e.a.s og það var ekkert athugavert við það, en svo fyrir rúmum 2 árum þegar við bættum öðrum fjölskylumeðlimi við, önnur læða og frá fyrri reynslu með sú eldri þá bjuggumst við við að hún tæki þessu kanski ekki svo vel en ákváðum að slá til, en það sem við bjuggumst við var ekkert á við það hvernig hún tók þessu, það var bara kvæs og urr allann daginn og hún nánast forðaðist hana alveg sama hvað maður reyndi að koma þeim saman, en á nóttunni sváfu þær saman og ekkert vesen og virtist bara lynda þetta vel og við héldum alltaf að þetta myndi nú lagast, en fjarri því þetta hefur frekar vesnað ef eitthvað er nú lætur hún sig hverfa svo dögum skipta ef ekki vikum og þegar hún loksins kemur heim þá er étið og étið svo tekur urr og kvæs við og er nánast ómöguleg situr bara og vælir við dyrnar og vill komast út úr húsinu. Littla kisa skilur ekkkert í þessu vill bara leika við hana eða bara kúra hjá henni hefur alltaf litið á hana sem móður sína og skilur ekkert í þessu væli í henni.
Hvað get ég gert ?
Gerðum við stór mistök með því að koma með aðra kisu ?
Það er síðasta úrræði að láta lóa henni ! en ég sé ekki aðra leið út úr þessu.
Hún hefur alltaf verið frekar stressuð og óróleg kisa og hrædd við allt ég má ekki ryksuga, eða þvo í þvottavélinni þar sem hún sefur þá verður allt brjálað, ég er orðin leið á þessu kattarvæli í henni.Ég hef meira að segja prófað þessa róandi kúlu sem maður stingur í samband og það virkar og hún sefur eins og eingill hjá kúlunni en svo er það bara búið hún er ekkert rólegri á yfirborðinu.