Ég á 10 mánaða fress sem er orðinn kynþroska - með öllu sem því fylgir. Hann er tekinn uppá því að pissa þar sem honum sýnist, það er ekki bara það að hann sé að merkja sér svæði heldur eru hlandpollar eftir hann hér og þar. Þetta er náttúrulega að gera heimilisfólkið alveg galið, maður þarf að skúra á hverjum degi og hlaupa um með ilmsprey. Toppurinn var svo um daginn, ég var skriðin uppí og var að lesa bók, kemur þá ekki þessi elska, sest ofaná mig og pissar svo í sængina :( Ef einhver hefur ráðleggingar um hvernig hægt er að venja hann af þessu, þá væri það vel þegið. Einnig hvaða efni er best að nota til að taka burt lyktina (hann finnur nefnilega ennþá lyktina þótt búið sé að skúra).
Kv
Meezer

P.s.Ég vil ekki láta gelda hann, þetta er mjög fallegur síamsfress sem er tilvalinn til undaneldis svo að mig bráðvantar hjálp við þetta