Halló halló! Ég er búin að hugsa í smátíma, við í fjölskyldunni vorum að fá lítinn kettling inná heimilið, en málið er að ég fór burt í skóla nokkrum dögum áður en kisan kom á heimilið. Ég hef einu sinni séð hana (fór í heimsókn til fyrrverandi eiganda) og hún er mesta krútt í heimi. En ég var að pæla, þegar ég kem heim í jólafrí og þess háttar, á hún bara eftir að líta á mig sem gest á heimili hennar? Ég svosem býst ekkert við að þið vitið þetta en þið megið alveg endilega svara þessu… Takktakk!