Ég er búin að velja mér eina litla sæta læðu úr Kattholti,(af vefnum) en það gengur nú ekki svo auðveldlega að nálgast hana því forstöðukonan þar sagði mér að læðan væri eitthvað kvefuð og var eitthvað hrædd um að hún myndi smita högnann minn. Ég hef nú aldrei heyrt um að kvef sé eitthvað stórhættulegt hjá köttum en er þó ekki sérfróð í þeim efnum, ég fékk það bara eitthað á tilfinninguna að hún myndi ekki vilja láta litlu dúlluna frá sér. segist núna vera að senda hana til fósturmömmu svo hún jafni sig en þetta kemur allt í ljós á fimmtudaginn þá verður gerð tilraun til að sækja hana, vona bara að það gangi. þegar maður er loksis búinn að velja þá getur verið erfitt að breyta því …allavegna í mínu tilfelli. En hafið þið heyrt eitthvað um það að hún vilji ekki láta þá frá sér..?