Já,ég var sumsé að fá mér kettling,er orðin 9 vikna…
Hún étur mikið en drekkur frekar lítið nema það sé feitt s.s. mjólk og því um líkt (en ég vill ekki feita kisu) og síðan er nebbinn á henni stundum þurr en það lagast á kvöldin…Hvernig stendur á því? og Hvað á ég að gefa henni mikið að borða? Ég er líka að reyna að gera hana að innikisu en hún er mjög á móti því; bíður fyrir framan hurðina og notar hvert tækifæri til að hlaupa út. Hljóp út 11 sinnum í gær t.d. og svo er hún alls ekkert kelin,bara á kvöldin þegar hún er að fara að sofa:p og síðan er svo mikill leikur í henni; ég er allur útklóraður á höndunum og síðan bítur hún fast þó það sé í góðu…