Okey ég er með þvílíka kattadellu og ég elska næstum allt við ketti! mér finnst hræðilegt að meindýraeyðar, eða hvað sem þetta kallast, þurfi að drepa villiketti og ketti sem ganga lausir með enga ól. Hvað ef eigandi einhvers kattar væri nú í fríi úti á landi eða í útlöndum og kötturinn hans myndi týna ólinni sinni eða eigandinn hefði gleymt að setja á hann ól??? þá væri litla greyinu bara lógað! ég á sjálf tvo ketti, annar kom frá öðrum eiganda sem hugsaði ekkert um hann og hinn var bara villiköttur og fjölskyldan mín tók hann að sér! mér er hræðilega illa við að fólk kalli á meyndýraeyðir út af því að kettir drepi fugla eða eitthvað! þetta er í eðli þeirra! en allavega vona ég að einhver umhyggjusamur maður, eða kona, taki að sér heimilislausa ketti. þeir eru svo sætir!