Tryggvi er kisan mín, hann er mjög stór (næstum óeðlilega stór) köttur af óþekktu kyni, bara venjulegur heimilisköttur :) Tryggvi er búin að lifa tímana tvenna þar sem hann er orðinn 19 ára!!
Tryggva finnst gaman að liggja í sófanum heima og gera ekki neitt! stundum horfir hann samt á sjónvarpið. Tryggvi sefur líka mikið, sefur alltaf út á daginn og er þreytulegur þegar hann er vakandi, held það sé því hann er orðinn svo gamall. Mætti eiginlega bara segja að Tryggvi væri stór feit löt kisa! En samt er gaman að honum og fylgjast neð uppátækjum kisunar Tryggva. T.d. um daginn þá lá ég í mestu makindum í sófanum heima og kemur þá ekki Tryggvi og sest við hliðina á mér og fer að horfa á sjónvarpið alveg eins og hann sé manneskja! Í mínum augun er kisan Tryggvi líka smá manneskja :) en hitt heimilisfólkið er ekki sammála. Það segir að Tryggvi sé bara venjuleg kisa, en í mínum augum er kisan Tryggvi miklu meira :)