Halló!

Ég er í smá “vandræðum”, ég segi “vandræðum” því ég er ekki alveg viss um að þetta flokkist undir vandræði, með inni kisuna mína hann snúð. Þannig er mál með vexti að hann glefsar stundum í mig(jafnvel bítur) þó hann sé malandi og líði vel, ég held að þetta sé einhver leikur því að Snúður bítur bara þegar ég er annað hvort að leika við hann eða að klappa honum. Ég hef reynt að sprauta á hann vatni, blása á hann og auðvitað sagt honum að hætta þessu en það virðist ekkert batna við það. Ef ég t.d. er að klappa honum og hann glefsar í mig og ég hreyfi hendina og skamma hann, ýti honum svo í burtu þá æsist “leikurinn” og hann verður æstari við það.

Svo er það annað sem mér fynnst dálítið skrítið, þegar mig langar að halda á honum í dálitla stund byrjar hann að brjótas um eftir einhverjar sekúndur(samt ekki alltaf, því stundum hef ég náð að halda á honum í eina mín!:D). Ég þekki marga ketti og þeir láta ekki svona t.d. ein persa stelpa henni er eiginlega alveg sama hvað er gert við hana, hún leyfir 2ára gömlu barni að taka hana upp á skottinu. Snúði fynnst samt gott að láta stjrúka sér og klappa og byrjar mjög fljótt að mala, sundum án þess að maður klappi eða stjúki honum. Þetta skil ég ekki alveg, og spyr þess vegna hvort að þetta er eitthvað sem “lagast” með aldrinum eða er hægt að venja hann við eða er hann bara svona?

Snúður er tæplega 6 mánaða og hefur alltaf verið svona frá því að ég fékk hann, þannig að það er ekki í sambandi við kynþroskan, að því undanskyldu glefsinu, það byrjaði á því að hann réðst á fótinn á mér í gamni og ég lék við hann þannig en mig grunaði ekki að hann myndi fara að bíta mig fast.
Ég skrifaði ekki fyrr því að ég hélt að þetta myndi braggast.

p.s. Hvað kattamatur er bestur, ég gaf honum technicat en síðan keipti ég wiskas þurrmat. Er alltí lagi að gefa kettinum bara wiskas eða mælið þið heldur með einhverju öðru betra

kveðjur<br><br>”One ill turn deservers another . It is over. Embrace the power of the Ring…
or embrace your own destruction„
-Saruman