Komiði sæl kattavinir.
Ég er svona að spá í fóðrun kattarins míns en hann er allt í einu farinn að fara úr hárunum enda nýkominn af kettlingaskeiðinu og sennilega ekkert óeðlilegt, en mig langar að draga aðeins úr þessu og var að spá í hvort væri hægt að setja smá lýsi út í matinn hanns en hann er einungis á Whiskas þurrfóðri (hann var ekki hrifinn af Tecnicat fóðrinu svo við hættum því strax)ég hafði reyndar samband við Dagfinn og þar sagði konan í afgreiðslunni mér að ég gæti gleymt því að hafa hann á whiskas það yrði alltaf hárlos svo ég var að spá í hvort þið getið bent mér á gott fóður á “eðlilegu” verði, þó mér þyki afar vænt um köttinn minn þá skiptir verðið máli.Mig langar í meiri gljáa í feldinn hans ef þið hafið ráð endilega látið mig vita kv.kattavinu