Ég og kærastan mín vorum að ættleiða 2 kisustráka sem eru 4 og 5 mánaða og miklir vinir. Annar þeirra er fullur af fjöri og leik og vill svo fá knús og lúlla hjá manni inná milli. Hinn er hins vegar allt annað mál, þeir voru voða svipaðir fyrsta kvöldið og sváfu á millu okkar í risavaxna rúminu okkar og ekkert vandamál með en svo annan daginn fór hann að slappast og er svo alltof alltof rólegur. Hann kemur ekki til okkar þegar við köllum á hann og þótt það sé kannski snemmt eftir bara 4 daga þá ætti hann að sýna smá svörun,sá spræki kemur þegar maður kallar. Feldurinn á þessum slappari er þurr og mattur og á öllum þessum kattarsíðum er sagt að það bendi til veikleika og svo er hann líka veikburða og þrífur sig varla. Sá sprækari er að reyna að fá hann til að leika við sig en hann er bara kjurr og hreyfist ekki á meðan. Svo þótt hann sé bara nýkominn í þetta umhverfi og búinn að vera hérna í bara 4 daga þá er hann samt vælandi í gluggum og við útidyrahurðina. Ég prófaði að fara út með hann í garðinn í ól og hann var voða svipaður þar og vældi svona út í loftið eins og hann væri að leita að einhverju. Hann er líka ekkert svakalega lystarmikill en drekkur svoldið.Hann er augljóslega með kvef en ekki hita og ég er búinn að leita svaka mikið á netinu um hvað það gæti verið sem sé að angra lilta kallinn minn en finn ekkert í líkingu við þetta og þess vegna langaði mig að athuga hvort einhver hefði lent í einhverju svipuðu og gæti gefið mér ráð. Ég kemst nefnilega ekki með hann til dýralæknis fyrr en á þriðjudag því dýralæknirinn sem er hérna þar sem ég bý þjónar 3 öðrum bæjum og hann er í fríi nema í neyðartilfellum fram á þriðjudag. Getur einhver hér hjálpað mér og komið með góð ráð ?