Hæ hæ allir!
Inn á www.kattholt.is er dálkur sem heitir kettir í óskilum. Ég var að spá; hvernig getur starfsfólk Kattholts verið hundrað prósent visst um að kettirnir þar séu í raun og veru í óskilum?
Inn á þessum link er t.d. þessi auglýsing “Svartur kisustrákur fannst í Kópavogi og kom í Kattholt 30.7.2003.” Getur ekki vel verið að kötturinn búi í Kópavogi og rati heim til sín? og þá er jafnvel gert illt verra með því að fara með hann í Kattholt. Því kannski eiga eigendurnir aldrei eftir að uppgötva að hann sé þar niðurkominn.