Halló!

Ég er með ársgamlan kött sem hefur nánast eingöngu étið þurrfóður frá Whiskas og líkar mjög vel. Hann er mjög aktífur og finnst einstaklega gaman að stríða mér. Ég sagði vinkonu minni frá þessu og hún sagði að þurrfóður væri einskonar nammi fyrir þá og þegar hún gæfi sínum köttum þurrfóður eingöngu yrðu þeir snarvitlausir, eltandi skottið á sér, hoppandi útum allt og með læti. Ég prufaði að kaupa Whiskasmatinn í litlum álpokum handa honum, sem honum fannst held ég bara fínn.
Hvað eruð þið að gefa köttunum ykkar, notið þið bæði blautan mat og þurrann, eða annað hvort?
Gefið þið honum mjólk eða vatn?
Hvað er best fyrir köttinn?
Er hægt að kaupa vítamíndropa til að setja út í vatnið hans eða er það óþarfi?

Kveðja!

Gummi (óreyndur kattapassari)<br><br>“Maður er ekki ”efnaður“ fyrr en maður notar bara 5000kalla og hendir 1000köllunum í krukku eins og klinki!” Ég