Ég er í smá vandræðum með köttinn minn. Hann er alltaf að veiða fugla, kemur með einn inn á næstum hverjum degi.
Hann er með mjög háværa bjöllu, hann er alltaf skammaður þegar það sést til hans með fugl í kjaftinum. Þá verður hann voða skömmustulegur í smá tíma en svo byrjar þetta allt aftur.
Hinn kötturinn minn gerir þetta aldrei. Ég veit ekki hvað er málið með þennan kött. Maður heldur að þegar maður er búin að skamma hann að hann viti upp á sig skömmina en hann lætur sér ekki segjast og byrjar bara aftur.
Veit ekki hvað ég get gert. Hann er með háværustu bjöllu sem ég fann og svo þýðir greinilega ekkert að skamma hann.
Veit einhver um eitthvað sem gæti virkað?