Ég er í rosalegum vandræðum og var að velta fyrir mér hvort að einhver gæti veitt mér upplýsingar. Málið er að ég á eins árs gamla kisu og ég veit ekki hvað ég á að gera við hana. Hún getur verið alveg indisleg og kelin og vill alltaf liggja hjá okkur og hafa það gott. En svo á hún það til að ráðast á fólk og klóra illa til blóðs, oft þegar fólk er að leika við hana en einnig bara þegar maður heldur á henni eða klappar henni. Annað vandamál er að allir kettir í hverfinu elta hana heim og
pissa út um allt hús, lyktin er gjörsamlega óþolandi, ég bý með þremur öðrum og þau eru líka orðin mjög þreitt á þessu öllu saman, en mér þykir bara svo vænt um þessa kisu að ég get ekki hugsað mér að losa mig við hana. Er etthvað sem ég get gert?