Það er svartur köttur sem að heldur mikið til í garðinum heima hjá mér. Hann hefur verið þar síðustu árin og alveg sama hversu margir krakkar hafa hrætt hann burtu hann kemur alltaf aftur. Semsagt: Svartur köttur hefur ansi oft gengið í veg fyrir mig. Þessi ágæti köttur er hlaupandi um allt. Þegar ég er í fótbolta, badminton eða öðru slíku er hann á staðnum og hoppar á boltann um leið og færi gefst. Raunar býr hann í húsinu fyrir framan að mér skilst. Ef svartir kettir eru í raun boðandi ógæfu þá á ég ekki eftir að eiga sjö dagana sæla. En ég var líka að pæla. Hvers vegna ætli þessi hjátrú um svarta ketti hafi skapast? Er svartur litur illskunnar? Ætli sá sem hafi byrjað á þessu hafi uppgötvað ofnæmi við köttum á einhverjum svörtum?:p Segi svona. hvað dettur ykkur í hug?