Ég á fresskött sem heitir Mosi og hann er ógeltur og hann er bara 9.mánaða. Hann fór að heiman 22.apríl um kvöld og það hefur ekkert sést til hans. Eru miklar líkur að hann skili sér? Ætli hann rati heim? Ykkar kettir hljóta að hafa farið einhvern tíma burt og komið aftur, ekki satt? Hann var alveg á kvöldin alltaf að breima og vildi fara út að hitta læðu. Ég er búin að leita út um allt. Ég vona að hann skili sér….samt eru það mjög litlar líkur á að það gerist.

Ps.Hann er grábröndóttur,með hvíta bringu og græna ól. Hann týndist úr 105.hverfinu (teigarnir) og ef þið verðið hans vör sendið mér þá skilaboð.