Síamskötturinn minn dó fyrir 2 árum þegar hann var orðinn 20 ára gamall. Einstaklega fallegur Seal Point með fallegu andlitslagi og eðlilegur í vextinum. Nú virðist sem þessir teygðu kettir séu alls ráðandi. Risastór eyru, andlit sem lítur út eins og tekið hafi verið í trýnið á þeim og það togað og togað. Mér finnst þeir hræðilegir.

Eru einhverjir kettir orðnir eftir hérlendis með eldra laginu? Áður en þeir fóru nánast eingöngu að rækta þessa nýju furðulegu gerð?

Ein forvitin.<br><br><a href="http://www.rithringur.is">Rithringur.is - Vettvangur fyrir rithöfunda</a