Ég var að spá í að leyfa kisunni minni að eiga einu sinni kettlinga áður en hún yrði gerð ófrjó, en er maður eitthvað að hjálpa kisunni sinni með því?? Svarið hér fyrir neðan fékk ég á dagfinnur.is, þeirri ágætu síðu:)

Ætti að leyfa læðum að eignast kettlinga einu sinni áður en þær
eru gerðar ófrjóar?
Vilji maður láta læðuna sína eignast kettlinga til að hafa upplifað það eða vegna þess að maður vill eignast kettling undan henni, er ekkert við því að segja. Á hinn bóginn skiptir það engu fyrir læðuna hvort hún eignast kettlinga einu sinni eða er gerð ófrjó áður en hún verður breima í fyrsta sinn, svo að það er engin ástæða til þess hennar vegna.