Þegar ég var nýflutt í húsið mitt, 2 ára kynntist ég læðu sem bjó í húsinu okkar. Hún hét Lafðiskott kölluð Skotta. Skotta kom inn til okkar í 5 ár, fékk sér mjólk, lét okkur klappa sér og sofnaði inni hjá okkur. Hún var útiköttur og beið alltaf úti eftir að einhver hleipti sér inn og lagðist þá inn á ganginn. En við vorum svo hrifin af kötttum eftir að hafa kynnst Skottu að við fengum okkur 2 ketti sem hétu Svarti og Brúni. Þá móðgaðist Skotta og hefur ekki komið lengra inn en í forstofuna í 3 ár. Brúni var alltaf mjög mikið fyrir að stelast fram á gang, fannst það rosa hetjulegt :P Þegar Skotta sá hann hvæsti hún á hann og elti hann upp á efstu hæðina þar sem Brúni var að drepast úr hræðslu og hljóp aftur inn í íbúðina okkar.