Ég á 8 mánaða gamlan kött sem vill ennþá vera á spena. Vandamálið er að hann er að sjúga allt sem hann getur sérstaklega þegar hann er nývaknaður. Og ef við leyfum honum ekki að sjúga fingurna á okkur þá sýgur hann sjálfan sig. Það er voða dúllulegt að sjá það en það er frekar leiðinlegt að fá malandi kött upp í rúm sem vill bara sjúga sængurfötin. Hann byrjaði sko ekki á þessu þegar við fengum hann fyrst heldur nokku eftir það. Er besta að láta hann hætta eða á ég bara að láta hann gera þetta? Gera ykkar kettir þetta??