Ég á í smá vandræðum með köttinn minn, hann mjálmar svo mikið.
Er eitthvað hægt að gera til að fá þá til að hætta þessu? Hann er alltaf vælandi. Ég bý í blokk og ef þetta heldur áfram verð ég að láta hann frá mér þar sem þetta ónáðar svo mikið.
Hann er eins og lítill krakki þegar hann er þreyttur og þá er hann pirraður, vælinn og bítur á okkur hendurnar, hann hreinlega stekkur á hendurnar og þýðir ekkert að fela þær þar sem hann veit alveg hvar hann finnur þær. Plís ef einhverjum dettur eitthvað í hug að skrifa þá!!!!