Líkamsbygging katta Öll kattadýr hafa svipaða beinagrind sem er vel sniðin með tilliti til bæði snerpu og krafts. Í henni eru 230 bein (miðað við 206 í manni), sjö stuttir hálsliðir, herðablað og 13 rifbein hvorum megin í stórum brjóstkassanum. Rófan er úr mismörgum liðum, yfirleitt 20-30 talsins og er notuð til þess að halda jafnvægi á hlaupum. Liðleiki katta stafar af sveigjanlegum hryggnum og geta kettir jafnt hniprað sig í hring teygt verulega úr sér. Þeir geta einnig sveigt hrygginn í hálfhring og geta því alltaf lent standandi. Kettir ganga á tánum en ekki allri ilinni eins og við mennirnir. Hauskúpan ávöl með stórar augtóftum og öflugum neðri kjálka. Beinagrind kattar líkist í raun mjög beinagrind manna að undanskildum stuttum hörðum hryggjarliðum okkar, löngum útlimum og við höfum einnig glatað rófunni. Auðvelt er því að sjá samstæð bein manna og katta sem sýnir þróunina.
Þótt kettir hafi allir svipaða beinagrind geta líkamshlutföll verið mismundandi með tilliti til aðlögunar í umhverfinu.
Jagúar og hlérbarðar hafa stutta og þykka útlimi sem auðveldar klifur í trjám meðan blettatígur hefur langa og mjóa útlimi sem hentar vel við hlaup á gresjum og víðáttumiklum svæðum.
Eins og áður sagði eru kettir gerðir til að drepa og koma þá gríðarsterkir herðar og hálsvöðvar þeirra að góðum notum. Kattadýr þurfa einnig mikið súrefni á hlaupum og hafa því afar gott loftskiptakerfi. Meltingafærin melta ekki plöntufæðu en kjötið meltist auðveldlega. Garnirnar eru stuttar svo fæðan fer hratt þar í gegn og þar af leiðandi er dýrið fljótt aftur tilbúið að hlaupa. Stórt kattardýr þarf ekki fæðu í nokkra daga eftir að það hefur einu sinni fengið fylli sína.
Kattardýr hafa svipað margar tennur og menn (32) sem er ögn færri en hjá flestum spendýrum. Tennur katta eru þó mun beittari og oddhvassari auk þess sem augntennurnar eru gríðarstórar. Hjá stórum köttum smjúga þær milli hálsliða bráðarinnar og slíta sundur mænuna. Stærstu jaxlarnir eru kallaðir ránjaxlar. Þeir eru afar beittir og eru til þess að tæta kjötið í bita. Kjálkar katta eru á eins konar hjörum og hreyfast því ekki til hliðanna heldur aðeins upp og niður. Þess vegna nota kettir aðeins annan kjálkann í einu við át og halla oft höfðinu með.
Eitt mikilvægasta verkfæri katta eru klærnar sem gerðar eru úr hyrni líkt og neglur manna. Þær eru notaðar við veiðar, át, til klifurs o.s.frv. Klær vaxa á öllum tám en á framfótum er ein aukakló eða ránkló sem er ofar en hinar og snertir ekki jörð. Þar af leiðandi helst hún beitt og er notuð til að halda bráðinni fullkomnlega fastri. Til að halda hinum klónum beittum hafa kettir svokallaðar klóhlífar.
Kettir geta dregið klærnar út og inn að vild með þessum vöðva, sem herpist og þrýstir þar með klónum út.
Kettinr geta líkt og menn snúið útlimum sínum og með hjálp klóna haldið einhverju föstu. Hundar hafa til dæmis ekki þennan eiginleika og verða að reiða sig á kjálka til að grípa eitthvað föstu taki.