Hæ ég á einn kött sem er rétt rúmlega árs gömul.Þegar hún var nokkra mánaða þá var hún ekkert smá hænd mér.Ég mátti ekki fara þá mjálmaði hún allan tímann þangað til að ég kom aftur heim.En þegar hún var rétt tæplega orðin eins árs þá fór hún að hætta að skipta sér af mér og fór að hænast af unnusta mínum.Hún alveg dýrkar hann.Alltaf þegar hann fer uppí rúm þá er hún komin til hans.En þegar ég fer uppí rúm þá kemur hún ekki.Stundum þegar unnustinn er ekki heima þá kemur hún til mín og kyssir mig en er svo strax farin.Hún vill alltaf vera hjá honum og hann má hnosast alveg gegt með hana.En ég má helst ekki klappa henni.Sonur okkar er stundum að klappa henni þá klórar hún hann og önnur börn.Ég veit ekki hvort að ég hef gert eitthvað svo að hún hætti alveg að tala við mig og vera hjá mér.Hvað þá þegar hún klórar börnin.Hún klórar aldrei unnusta minn og hún líka ber svo mikla virðingu fyrir honum.Núna veit ég ekki mikið um ketti en er þetta eðlileg hegðun hjá ketti?