Kettlingar smitast strax með móðurmjólkinni. Smit er algengast hjá útiköttum sem veiða og éta bráð og þar sem margir kettir koma saman. Iðraormar eru hættulegastir kettlingum ungum köttum, því mótstaða þeirra er lítil. Fulloðnir kettir sýna yfirleitt lítill einkenni ormasmits, en eru stöðugir smitberar. Kötturinn getur haft orma þótt þú sjáir engin merki þess. Merki um smit er:

Niðurgangur
Uppköst
Hósti
Hiksti
Mattur feldur
Smáir kettlingar
Vanþrif
Þaninn kviður
Spóluormar,bitormar og bandormar hunda geta borist í ketti og frá köttum til hunda.. Mýs, rottur,fuglar og skordýr geta verið hýslar lifra spóluorma og sumra bandormstegunda. Spóluormar geta smitast í fólk, aðallega til barna á aldrinum 0-5 ára.
Spóluormar: Kattaspóluormurinn getur orðið allt að 10 cm langur. Smit berst með saur eða bráð. Lirfurnar bora sig í gegnum þarmveggina og berast með blóðrás til lifrarinnar. Þaðan berast þær til lungnanna. Í lungunum fara þær inn í berkjurnar og berast þaðan um barka upp í kok. Lifrunum er kyngt og úr maga berast þær til smágirnis, þar sem þær verða kynþroska ormar, sem verpa eggjum. Eggin berast út með saur. Smádýr sem mýs, fuglar og skordýr éta eggin. Hjá fullorðnum köttum þróast aðeins fáar lirfur í kynþroska orma vegna mótefna kattarins gegn ormum. Þess í stað berast lirfur til ýmissa líffæra kattarins og leggjast þar í dvala. Eftir got flakka lifrur úr líkama móður yfir í júgur og berast þaðan með mjólkinni í kettlingana. Sé smitálag mikið á meðgöngu, fæðast smærri og þróttminni kettlingar. Tveimur til þremur vikum eftir fæðingu hafa kynþroska ormar þroskast í meltingarvegi kettlinganna og endursmit verður til móður, er hún sleikir þá. Egg spóluorma eru lífseig og lifa árum saman úti sem inni - þola frost,hita,sól og hreingerningar. Stundum ælir kötturinn spólormum eða þeir sjást í hægðum kattarins. Egg spólormsins sjást ekki vegna smæðar, en geta verið í hægðum. Spólormar geta valdið vandamálum eins og þembu, magakveisu og jafnvel hægðastoppi eða garnaflækju.

Bitormar hafa fundist í innfluttum köttum en ekki greinst í íslenskum.

Bandormar: Margar tegundir bandorma geta fundist í köttum, en eru ekki mjög algengir hér á landi. Bandormar eru langir og flatir og liðskiptir, sem líkjast hrísgrjónum í kattaskítnum eða í feldi kattarins. Bandormar smitast sjaldnast beint á milli katta oftast eru smitleiðir í gegnum millihýsla sem geta t.d verið nagdýr eða flær.

Meðferð gegn iðraormum byggist á því að fyrirbyggja smit og útrýma smiti. Tiltölulega auðvelt er að meðhöndla ormasmit í köttum. Mörg mismundi lyf eru á markaðnum, sum hver er jafnvel hægt að kaupa í apóteki án lyfseðils. Rétt er að benda á að ekki eru öll þessi efni jafnvirk og sum virka einungis gegn ákveðnum tegundum orma og öðrum ekki. Best er að láta dýralæknirinn ormahreinsa köttinn um leið og bólusetning fer fram og þess fyrir utan að hreinsa með spólormalyfi þess á milli.
Útiketti er best að ormhreinsa 2-4 sinnum á ári. Inniketti 1-2 sinnum árlega. Best er að ormahreinsa ketti áður en þeir fara á sýningar eða kattahótel. Læðum á að gefa ormalyf fyrir pörun, fyrir got og aftur um leið og kettlingunum, þegar þeir hafa náð 2-3ja vikna aldri og 5-6 vikna aldri. Gott er að gefa kettlingum aftur fyrir bólusetningu 12 vikna gömlum.
Drög að heilbrigðisreglugerð: Fyrirbyggja skal sýkingar hjá mönnum af völdum spóluorma í köttum. Kattareiganda eða umráðamanni kattar er skylt að láta ormahreinsa kött sinn árlega og ber hann allan kostnað af hreinsun kattarins, nema að annað komi fram í samþykkt hlutaðeigandi sveitarfélags. Skylt er að hreinsa alla ketti 4 mánaða og eldri. Kattareigandi skal framvísa vottorði frá dýra1ækni um ormahreinsun kattarins ár hvert til viðkomandi sveitarfélags. Láti eigandi ekki hreinsa kött sinn skal heilbrigðisnefnd grípa til viðeigandi ráðstafana. Að öðru leyti gilda ákvæði samþykkta einstakra sveitarfélaga. Setji sveitarfélag sér samþykkt um kattahald skal í henni kveða á um hreinsun katta og merkingu.
Kv. Halla