Hæ þið ;)
Ég á í smá vændræðum með köttinn minn.
Hann er ca.11 eða 12 vikna og hann er alveg fjörugur með endæmum.
Alltaf á fullu spani. Þegar við fengum hann, var hann svo duglegur að míga í kassann sinn, aldrei neitt vesen og við vorum meirað segja frekar hissa á því en núna fyrir ca. viku fór að hann að míga út um allt. Bakvið græjurnar, 3x á gardínurnar (þær eru svoldið í gólfinu) í rúm, og í sófa. Það sem ég skil ekki er að af hverju byrjaði hann á þessu? Er hann að mótmæla, er hann að stríða eða hvað? Það er alveg sama hvað er gert hann hættir ekki. Er einhver með ráð handa mér, er orðin smá desperat með þennan skítakött!!! ;))