Komið þið sæl.

Þetta ætti kannski að fara á korkinn en ég læt vaða:)

Ég hef mikið velt því fyrir mér hvort ég eigi að fá mér kött og það er á hreinu að löngunina vantar ekki en hins vegar þarf ég að fá að vita hvaða þetta kostar cirka á mánuði og með hverju má reikna svona í fyrstu. Ég vil ekki fara út í þetta nema vera með allan kostnað á hreinu svo að kisu geti nú liðið sem best. Einnig er það þannig hjá mér að kötturinn þyrfti að vera inniköttur og veit ég til þess að fólk hafi lent í vandræðum með að hafa þá ánægða sem inniketti. Þeir byrja að vera með læti og hlaupa upp um alla veggi og það þrátt fyrir geldingu…..það er eins og þeir hafi mikla útilöngun að eðlisfari. Er hægt að koma í veg fyrir gól og útilönguna til frambúðar??
Endilega látið mig hafa grófa kostnaðaráætlun og komið með góð tips svo ég hafi nú vaðið fyrir neðan mig áður en ég fer út í þetta.

Takk fyrir.

Staines