tisan mín er veik... daginn…

ég verð að koma þessu frá mér.. ég er alveg eyðilögð.
við fundum lítið þykkildi á mallanum á tisulórunni minni fyrir ca 8 dögum og mér finnst ég núna vera alveg hrikalega vond kisumamma… því að ég fór ekki strax með hana til tisulæknis.
í gær sáum við að þykkildið hefur stækkað slatta og var þá ákveðið að fara ekki seinna en í dag með hana til tisulæknis, mamma mín hringdi á undan til þess að tala við hann og bóka tíma..
þegar hún var búin að segja honum frá því hvernig aðstæður væru með tisu og svoleiðis þá sagði tisulæknir að hann þyrfti ekki að sjá hana heldur vildi hann bóka hana í aðgerð strax… hann telur semsagt að gamla sæta kisulóran mín sé með krabbamein… “brjóstakrabba”.
þegar ég kom heim úr vinnunni þá fór ég að klappa tisu og vera voða góð við hana og klóra henni aðeins á mallanum þá tók ég eftir því að hún hefur verið að sleikja þykkildið þannig að það var farið að blæða úr því.. við hringdum aftur í lækninn og hann sagði að það væri lítið hægt að gera eins og er.. fylgjast bara með henni og koma með hana um 9 leitið á morgun… við ákváðum reyndar að finna “trekt” sem hún fékk þegar hún var kettlingur og hafði lennt í slagsmálum þannig að núna gengur hún um og rekst utan í allt því að hún er ekki vön þessari “trekt” get varla ímyndað mér hvernig hún verður þá eftir svæfinguna á morgun.. labbandi um eins og róni…
ég var að lesa mér til um kisukrabbamein á netinu áðan og af þessum einkennum sem þar eru sett fram er bara eitt sem passar við hjá henni og það er þetta þykkildi… hún hefur ekki misst matarlyst og ekkert grennst eða neitt.. það eina er jú kannski að hún er værari en hey hún er orðin 12 ára gömul.. þannig að ég myndi bara telja það eðlilegt að hún værir værari.

ég vona bara að þetta gangi vel á morgun,
það er of skrítið að þurfa að hugsa um það strax hvernig það væri að hafa enga tisu á heimilinu…