Ég á fallegan 10 ára gamlan högna sem hefur alla tíð verið mér góður og rólegur útiköttur sem hefur veitt mjög mikið af fuglum.
Seinasta sumar rétt eftir að skólinn er búinn þurtum við að selja bænum húsið okkar en við vorum ekki búinn að ákveða hvert við ætluðum að flytja þannig að við leigðum íbúð í blokk.
Við vildum ekki loka köttinn inni blokk því hann yrði allveg brjálaður.Við bjuggum í tveggja hæða húsi og eigendurnir á neðri hæðini ætluðu að gefa honum að borða,hleypa honum inn og út.Því bærinn ætlaði að rífa húsið í lok sumars og enginn bjó á hæðinni okkar.

Við heimsóttum hann oft á hverjum degi.Við leigðu í blokkinni í svona tvo mánuði og keyptum síðan aðra blokkaríbúð.Síðan báðum við um leyfi fyrir kisa en fólkið í blokkinni var svo tregt og neitaði aumingja kisa sem hefur aldrei bitið né klórað fólk eða losað úrgang inni um leyfi.Við báðum nokkrum sinnum um leyfi því við erum á annari hæð og hann færi ekkert út en nei og aftur nei heyrðum við.En húsvörðurinn fannst fólkið vera svo ósanngjarnt við okkur þannig að hann sagðist líta hjá því að við tækjum kisa en ef hann myndi sleppa inn á gang þá þýddi það bara himnaríki.

Við náðum að lauma honum inn,hann var hræddur og hljóp undir rúmið mitt og fór að mjálma en ég náði að róa hann niður.
en um nóttina varð hann allveg brjálaður því hann vildi fara út ég var sefnlaus í tvær nætur þá tók mamma við.
En hann róaðist og virtist ætla að sætta sig við að sitja bara úti á stóli á svölunum því hann saknaði okkar við að vera einn í gamla húsinu okkar en hann vakti mig enn nokkrum sinnum á nóttuni.

En eftir svona ein og hálfan mánuð var hann aftur farinn að mjála hástöfum yfir engu sem virtist þá.Hann var kominn með orma sem komu úr rassinum á aumingja kettinum en hann fann til sársauka því þeir éta úr þeim næringuna.Við förum með hann til dýralæknis og hún sprautaði hann og sagði að nú væri þetta allti lagi þeir drepast allir en koma ekki útur rassinum á honum (þetta var allgjör viðbjóður).En hvað gerist svo nokkrum vikum seinna sé ég fullt af ormum á rassinum á honum við hringjum í dýralækninn og eigum að koma með hann eða kaupa töflum handa honum.Mamma vildi ekki taka annan séns á að koma honum út óséðan úr blokkinni þannig að hún kaupir töflur og biður frænda okkar að koma þeim upp í hann.

Þetta gekk og ekkert vesen á þessu lengur en við þurfum að gefa honum töflur einu sinni á ári til öryggis.
En núna í sumar hefur verið rosalega mikið líf í honum sérstaklega á kvöldinn þegar ég er að fara sofa þá mjálmar hann ég kem en þá hleypur hann oft í burtu og felur sig eða hann stendur bara kyrr og horfir á mig.Hann fer líka stundum á svalirnar og fer að mjálma þar.Hann er skrýtinn ég skil þetta ekki og í gær fór ég inn á bað þá var hann sofandi ofan í baðkarinu hann sem hatar vatn.