Ég er með hálfgerða inni-læðu. Hún er orðin 11 ára, búnað missa báðar vígtennurnar sínar og í þau ÖRFÁU skipti sem hún fer út þá kemur grár loðin andskoti hinumegin úr blokkinni og ræðst alltaf á hana og þegar mín flýr öskrandi uppá svalirnar hjá mér þá eltir hitt helvítið hana. Og núna rétt áðan þá kíkti ég útá svalir meðan á öllum látunum stóð og þá voru þær BÁÐAR uppá svölunum mínum og mín lá mín á bakinu og gráa helvítið ofaná henni, minnti mig á valdabaráttu hundanna.

Er hin kisan að láta mína vita að hann/hún eigi svæðið? (Hef ekki hugmynd um hvort þetta er læða eða högni)
Og er eitthvað sem ég get gert, annað en að hætta hleypa minni út til að teygja úr sér?

Svo er greyið í svo mikilli geðshræringu eftir þetta allt að hún hvæsir á hundinn, og hann skilur ekki neitt í neinu.

Úfff… eitthvað sem ég og kisa þurfum bara að lifa við eða?