Heil og sæl.

Ég er hérna í algjörum vandræðum!
Þanig er það að ég er búin að vera erlendis í tvær vikur og á meðan hefur kisinn minn verið heima með bræðrum mínum.
Áður en ég fór hafði ég tekið eftir rauðum ógeðlegum litlum pöddum sem höfðu komið inn með mold eftir köttinn. Þar sem ég var líka í burtu fyrir nokkru og lét bræður mína passa köttinn, höfðu þeir opnað gluggann í mínu herbergi fyrir köttinn til að komast inn og út. Þetta olli því að það var fullt af mold í gluggakistunni og svo fór ég að taka eftir þessum pöddum um allt! Við reyndum að spreyja og spreyja og losa okkur við þær með því að þrífa allt í gluggasyllunni. Ég hélt að það mundi lagast og treysti því að þetta kæmi ekki fyrir aftur.Ég bað þá sérstaklega um að opna ekki gluggann aftur! Svo fór ég út. Ég sem hef núna hlakkað til að koma heim í mitt eigið herbergi en nei nei, þegar ég fór inn í herbergið mitt voru ekki bara heil hrúga af pöddum í gluggasyllunni, í þetta skipti ekki með mold en hvernig þær komust inn veit ég ekki. Þær voru sumar lifandi en aðrar dauðar. Það fór hrollur um mig! Við erum búnar að vera hérna í dag að losa okkur við þennann óþverra! Bræður mínir hafa greinilega ekkert fylgst með þessu! Þær hljóta að hafa fjölgað sér eða eitthvað allaveganna veit ég ekki hvað skal gera.
Komiði endilega með hugmyndir :)
Plís sko þetta er neyðarástand!


Ég, kisi og ógeðslegar pöddur.

Hegga