Já góðann daginn, ég er með smá spurningar um samskipti katta, og í framhaldi smá sögu af einmitt því.

Prelude; Ég og kærastan mín eigum fres sem heitir
“Bjöllu” Pjakkur Ristabrauð. Hann var lítill, grár, loðinn og aumingjalegur. En í dag er hann hvítur á maganum Bröndóttur á bakinu og röndóttur og grár hjá rassinum. Með einhvernvegin brúna rönd í hár skiptunum á honum. Hann er blandaður (mamman er eitthvað og pabbinn er skógarkötur) þannig hann er MJÖG stór og fallega loðinn. sem sagt = Fallegasti köttur í heimi.

1. um daginn kom köttur í vinnuna hjá konunni minni og hún finnur enga ól á honum og hringir í kattholt og fær svipaða lýsingu af ketti sem er búinnað vera týndur í einhvern tíma. Úr því að konan mín vinnur á leikskóla þá var ekki hægt að hafa köttinn þar, þannig að ég þurfti a' keyra hann uppí kattholt, en þar sem það var pláss laust í kattholti (veit ekki afhverju) þurfti hann að fara heimm til hennar og bíða eftir að það losnaði eitthvað pláss. -Það er kannski best að nefna það að Pjakkur heldur að hann sé 350kg TÍGRISDÝR- og býst ég við því að pjakkur eigi eftir að vera MJÖG pirraður á að fá litla læðu inn til sín(hann er einnig geldur, mjög sárt að gera það). Svo þegar ég kem inn um dyranr heyri ég í bjöllunni þegar hann leggur af stað til að heilsa okkur, en í stað þess að hann verði erfiður, þá verður læðan alveg snar. Hvæsandi, urrandi og verður bara eins og spænsk búddah á túr. Pjakkur, sem greinilega átti ekki von á þessu, hrekkur við og verður, vægast sagt, hálf skömmustulegur og eru þau þannig í 4 tíma. Hún kvæsandi og urrandi og hann mjálmandi eins og einhver lítill aumingi með hor.
Þetta er fyrsta kisan mín, og er ég ekki alveg að fatta þetta. Því ef þetta væru hundar væri aðkomu hundurinn í vondum málum en ekki öfugt, eins og hjá mér. Einhverjar hugmyndir? En loks hringdum við aftur í kattholt og fórum með þessa sækó læðu dauðans til þeirra, þar sem -ÓTRÚLEGT EN SATT- tók við henni ennþá stærri gribba. þegar við komum aftur heim var Pjakkur greyið mjög dapur og hund(pardon the exspression) fúll. Hans fyrstu viðbrögð voru að vera góður og því er fleygt aftur framan í hann. Það tók hann smá tíma að jafna sig, en núna er hann orðinn góður aftur. Hann eignasðist leik-mús í staðinn sem tvístir og er hún að gera góða hluti. en einhverjar hugmyndir um þessa hegðun? Og kannski finnst ég er að þessu hvernig eru kettir og “fjöldskyldu mót” er það sniðug hugmynd, ég er nefnilega að fara að flytja í sama hverfi og mamma og frændur og bróði hans býr í… hugsanlega pabbi hans líka.

Kv Nefi