Jæja, þá er Malta búin að eignast lítinn bróður.

Maðurinn minn fór með Möltu litlu í sprautu um daginn og spjallaði aðeins við lækninn hennar um hvað hegðun hennar hefur breyst undanfarið. Læknirinn sagði að þetta gæti verið eitthvað sjokk eftir að mamma hennar dó eða hún væri að mótmæla því að vera ein heima.

Þannig er staðan að í sumar þarf hún að vera ein heima í 8 tíma á dag, sem er mikið fyrir lítinn kettling svo við ákváðum að fá handa henni leikfélaga. Í gær fór ég svo og sótti Mingus (heitir efti Charles Mingus kontrabassaleikara).

Hann er lítill (f. 22.3) og grár með hvítt andlit og sokka. Algjört krútt!!

En Malta var ekkert of ánægð með þetta og hvæsti bara á litla greyjið, en eftir svolitla stund vara hann farinn að skoða aðeins í kringum sig og hún elti hann hvert sem hann fór og þegar hann fór að pissa í sandinn stóð hún fyrir framan hann og horfði á. Algjör dóni!

Og í nótt sváfu þau bæði uppi í rúmi, Malta kúrði hjá mér og Mingus hjá manninum mínum. Ýkt sætt…

Ég er alveg viss um að þau eiga eftir að verða mjög góðir vinir, það tekur bara smá tíma að kynnast.

kv. forynja
“let's build more cars so we can drive away before we choke…”