Jæja hann Kittó minn er með þvagsteina, var búin að vera á lyfjum í nokkra daga og átti rosalega erfitt með að pissa. Var meirað segja farin að pissa fyrir framan okkur allstaðar en það komu í mesta lagi tveir dropar og hann vældi í hvert skifti. S'iðan á pillunum lagaðist það og svo var það farið að koma aftur, geðvonskan og sífellu klósettferðirnar :/ Svo við fórum meðhann á spítalan og hann var þræddur. Á meðan var verið að þræða hann fann læknirinn bólgu sem hann þurfti að stinga í gegnum. Svo litli Kittó minn þurfti að gista þarna í nótt. Guð hvað það er erfitt, en við megum ná í hann kl 10 í fyrramálið, læknarnir vildu bara fylgjast með honum og sjá hvort hann gæti ekki örugglega pissað og hvað miklu og líka sjá hvort það þyrfti að þræða hann aftur :(
Það er svo einmannalegt að hafa engan kittó hjá mér ;(
Og ég get ekki beðið eftir aðhitta hann, þetta er fyrsta nóttin hans að heiman :( En ég get huggað mig við það að honum á eftir að líða betur þegar hann kemur heim.
Hundurinn minn er meirað segja búin að sofa í allan dag eftir að Ottó fór, hún vill ekkert leika og er hálf þunglynd eiginlega. :( Þó hún sé bara búin að vera hjá okkur í rúmar 3 vikur þá er orðin svo hænd að okkur. Svo það verður gaman þegar Kittó kemur heim á morgun ;)