kisubarnatennur? Sælinú hugarar!

Ég fékk vægt sjokk þegar ég kom heim í dag og fann litla kisutönn á mottunni í forstofunni. Ég skoðaði upp í Nikkí en sá ekkert athugavert. Svo fór ég að spá, ég hef aldrei velt því fyrir mér hvort kisur séu með barnatennur…

Hún er ekki nema sex mánaða svo hún er en hálfgerður krakki og gæti tæknilega séð verið með barnatennur, fá kisur barnatennur?

Annars er allt gott af henni að frétta, hún er aðeins farin að róast þó hún fari alveg yfir um þegar hún leikur sér. Hún og Sólmundur, persinn hennar mömmu, eru orðin góðir vinir og leika sér saman þegar hún kemur í heimsókn og mamma segir að Nikkí sé mjög vel uppalin kisa.

Hún níðist reyndar svolítið á nóvemberkaktusnum mínum, við prófuðum kattagras en hún nartaði bara í það en lét það svo í friði.

Prófuðum líka annan kattarsand en það er bara hræðilegt! Hann kögglast ekki og festist í feldinum á henni og lyktin… Besti sandur í heimi er Everclean eins og Icecat (ef ég man rétt) skrifaði grein um hér um daginn. Um leið og þessi klárast ætla ég að kaupa everclean aftur, þessi fylgdi með þegar ég keypti kattarsandshús í Tokyo, kattarsandshúsið er frábært en eins og ég sagði þá er sandurinn hræðilegur. Hann heitir Sivoton Ultra og fær ekki mín meðmæli.

Annars vona ég að einhver geti frætt mig um kisutennur.

Ég sendi með mynd af rosalega sætum kettlingi sem mér var send.

Kær kveðja,

inasif