Sælinú hugarar…

Ég var hérna um daginn að spyrja um ráð varðandi hunda og ketti og eftir að hafa fengið mjög góð viðbrögð ákvað ég að fara aftur með Möltu(kisuna mína) í heimsókn til mömmu og pabba(en þau eiga tvo hunda). Ég var með Möltu í búrinu sínu og svo settum við rakkann út í garð og ákváðum að leyfa tíkinni að hitta kisu litlu.

Malta hvæsti eins og brjálæðingur og greyjið Tinna (tíkin) varð alveg skíthrædd. Ímyndið ykkur stóran labrador að deyja úr hræðslu við að hitta lítinn kettling!!! Og eins og áður var fjölskyldunni mjög skemmt. Eftir svolitla stund opnuðum við búrið og hleyptum Möltu út og Tinnu leist ekkert á hana og hélt sig í öruggri fjarlægð. Þetta var bara mest fyndið. En eftir svolitla stund þá róuðust þær báðar en ef Malta kom of nálægt þá fór Tinna bara.

Svo hleyptum við Mána(hundinum) inn og þá var Malta komin aftur í búrið sitt og hann hafði alveg þvílíkt mikinn áhuga á henni. Hann varð svolítið æstur þegar hún byrjaði að hvæsa á hann en þau róuðust fljótlega og svo lagðist hann við búrið hennar og vildi bara spjalla. Malta var ekki alveg á því og fór alveg innst í búrið og lá þar.

En þetta gekk barasta ágætlega svona í fyrsta skiptið og þá er bara að prófa aftur seinna. En takk fyrir góð ráð.

kv. forynja
“let's build more cars so we can drive away before we choke…”