Æ vesalings Kittó minn er komin með eitthverja þvagfærasýkingu.
Við héldum fyrst að þetta væri bara afprýðisemi útaf hundinum, vegna þess að hann var sívælandi alltaf og endalaust í vondu skapi.
Síðan í gær tók hann uppá því að spræna tvisvar sinnum í bílinn minn. Hann hefur aldrei gert það áður og honum finnst mjög gaman í bíltúrum! Síðan sprændi hann 6 sinnum á 10-15 mínutum úti. Þannig að mamma hringdi í dýralækninn sem sagði að þetta væri mjög líklega afprýðisemi og hann var ekkert sáttur við það að hundurinn hefði pissað inni og komið með nýja lykt á hans svæði og eitthvað!
Síðan dag var hann farin að vera ennþá pirraðari og reyndi að spræna á gólfið og alltaf kom bara einn dropi. Hann hefur aldrei pissað inni áður. Hann er í því að koma til mín og reyna að pissa beint fyrir framan nefið á okkur. Svona reyna að sýna mér að eitthvað er að. Svo aftur hringdum við í lækninn sem skrifaði uppá 2 tegundir af töflum fyrir hann og ég dreif mig útí apótek að kaupa þetta.
Það er ekkert smá sárt að horfa uppá vesalings kisuna mína reyna og reyna að pissa og gráta síðan yfir hversu vont þetta er.
En pollarnir hans hafa allavega stækkað svo þetta er að koma hjá honum ;/