Ég á kisu sem heitir Snæfríður eftir nokkra daga verður hún 16 ára(afmælisdagur er 15.maí) svo mig langaði aðeins að segja frá henni.
Snæfríður er er þrílit læða af blómaskálakyninu. hún kom í okkar hendur júní´86 það.
Ástæðan fyrir þessu nafni er sú að mamma vildi að hún héti Fríða en pabba fannst það ekki nógu virðulegt Svo “Snæ” bættist við og þess vegna heitir hún Snæfríður.
Það fyrsta sem maður gat komið ofan í hana voru rækjur og rjómi.eftir að hún fór að braggast og þroskast fór hún að skoða næstas nágrenni og gerði það að vana sínum að ræna sokkum sem hrundu af þvottasnúrum eða fór inní önnur hús og rændi þar.Þegar þetta var farið að horfa til mikilla vandræða var hringt á dýraspítalann og spurt ráða og þeir sögðu að eigi væri til nein fangelsisstofnun fyrir þjófótta ketti en hann ráðlagði okkur að skamma hana í hvert skipti sem þetta gerðist.
Að öðru leyti er Snæfríður löghlýðinn köttur og er sjaldan til vandræða.að vísu kom kvörtun um daginn að hún gerði stykkin sín bara í þeirra garð og álíta að um persónulegt hatur sé að ræða.
Snæfríði líður best í návígi við aðra letingja hún finnur samkennd með öllunm letingjum í heimi og því mjög mikla fyrir mér.
Þó Snæfríður eigi öll þessi ár að baki sjást ekki nein ellimerki á henni eða svoleiðis.
Megi hún lifa sem lengst.
MC3